Aftansöngur á aðfangadagskvöld hefst klukkan 17:00
Aftansöngur hefst klukkan 17:00 í Ástjarnarkirkju á aðfangadagskvöld. Raust syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og undirspil Karls Olgeirssonar, tónlistarstjóra Ástjarnarkirkju. Séra Nói messar og Eva Lín Traustadóttir les jólaguðspjallið. Stórhátíðartón Bjarna Þorsteinssonar verður sungið. Verið hjartanlega velkomin á hátíðlega og góða stund ❤️
Jólatónleikar Seims og Siggu Eyrúnar, 22. desember kl. 17:00
Seimur, Sigga Eyrún, Karl Olgeirsson, Lára Hall og Ásgeir J. Ásgeirsson. Fyrstu opinberu tónleikar hins nýstofnaða Seims, kórs Ástjarnarkirkju og Karls Olgeirssonar. Kórinn kemur fram ásamt Siggu Eyrúnu, Láru Hall, Ásgeiri Ásgeirssyni og Karli Olgeirssyni. Notaleg stund í aðgraganda jóla Jólatónleikarnir verða í Ástjarnarkirkju og hefjast klukkan 17:00. Miðaverð 3000 krónur. Hlekkur á Facebook
Krílatónar á fimmtudagsmorgnum í október og nóvember
Tónlistarnámskeið fyrir kríli upp að 12 mánaða ásamt foreldri/um: Söng- og tónlistarsamvera fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Stundirnar hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins, notalegt samfélag og öruggt umhverfi, foreldrar hitta aðra foreldra og börnin njóta þess að vera innan um
Fjölskyldusamvera í Ástjarnarkirkju á sunnudaginn klukkan 17:00
Fjölskyldusamvera verður í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 22. september klukkan 17:00. Börn úr söngsmiðjum & krakkatónum ætla að syngja fyrir okkur og bjóða með sér sérstökum heiðursgestum: ömmum og öfum. Að samveru lokinni verður öllum boðið upp á kjötbollur í góðu kvöldmáltíðarsamfélagi. Verið öll hjartanlega velkomin í Ástjarnarkirkju og eigum saman góðar stundir.







