Æsku- og unglingastarf
Æskulýðssmiðjur verða á mánudögum veturinn 2024 – 2025. Fjölbreytt dagskrá verður í boði með breiðu úrvali. Stundirnar hefjast alla jafna klukkan 19:30 nema annað sé auglýst.
Umsjón með æskulýðsstarfinu hefur sr. Arnór Bjarki (Nói). Honum til aðstoðar er Sigurður Óli Karlsson, æskulýðsleiðtogi sem lokið hefur námi frá Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar.
Við tökum vel á móti æskulýðnum í Ástjarnarkirkju. Verið hjartanlega velkomin!
Ef nánari upplýsinga er óskað, vinsamlegast sendið tölvupóst á arnor@astjarnarkirkja.is