Krakkatónar
Tónlistarnámskeið fyrir 2ja-5 ára í fylgd með foreldri/aðstandanda: söng- og tónlistarsamvera þar sem börnin læra sálma og ýmis önnur lög, taktskyn örvað með leikjum og hlustun og ævintýraheimur tónlistarinnar kannaður. Stundirnar hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins, notalegt samfélag og öruggt umhverfi, foreldrar hitta aðra foreldra og börnin njóta þess að vera innan um önnur börn og fullorðna. 30 mín í senn kl. 16:15-16:45.
Börn í krakkatónum koma svo fram í þremur fjölskyldumessum á vormisseri og syngja það sem búið er að æfa.
Söngsmiðja
Tónlistarnámskeið fyrir 1.-4. bekk. Söng- og tónlistarsamvera þar sem börnin læra ýmis lög og sálma, taktskyn er örvað með leikjum og hlustun og ævintýraheimur tónlistarinnar kannaður. Börnin læra að vinna saman í hóp og koma fram. Starfið verður brotið upp með ýmsum hætti, meðal annars með leikjum, pizzu-degi, kirkjubíó og poppi og ýmsum skemmtilegheitum.
Eins verða 3 fjölskyldumessur á vormisseri þar sem börnin koma fram og sýna fjölskyldum sínum og öðrum kirkjugestum það sem þau hafa verið að æfa.
Kórstýra/tónlistarkennari er Ásbjörg Jónsdóttir
Kórstýra/tónlistarkennari er Ásbjörg Jónsdóttir: tonafondur@gmail.com