Sálgæsla

Prestar Ástjarnarkirkju sinna sálgæslu og samtölum við þau sem þess óska. Viðtalstímar eru alla jafna á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá klukkan 10:00 – 12:00. Best er að panta tíma með því að senda tölvupóst á viðkomandi prest:

Sálgæsla er samtal við presta þar sem fullum trúnaði er heitið að neðangreindu undanskyldu (úr handbók um réttindi og skyldur presta):

TILKYNNINGARSKYLDA ÞEIRRA SEM AFSKIPTI HAFA AF BÖRNUM

• Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður

í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi


eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.

• Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum,

prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og

gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst


er í 1. mgr.

• Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna

um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta