Fermingarfræðsla
Fermingarfræðsla hvers vetrar hefst með sumarfermingarnámskeiði um miðjan ágúst, síðustu vikuna áður en nýtt skólaár hefst í grunnskólum Hafnarfjaðarbæjar.
Vetrarfræðslan fer fram á þriðjudögum, alla jafna tvo þriðjudaga í mánuði. Dagsskrá fermingarfræðslu er jafnan gefin út á haustin með öllum mikilvægum dagsetningum sem er mikilvægt að muna. Skyldumæting er fyrir fermingarbörn í vetrarfræðslu.
Umsjón með fermingarfræðslu hafa prestar Ástjarnarkirkju, sr. Arnór & sr. Bolli.