Krilatónar

Tónlistarnámskeið fyrir kríli upp að 12 mánaða ásamt foreldri/um:
Söng- og tónlistarsamvera fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Stundirnar hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins, notalegt samfélag og öruggt umhverfi, foreldrar hitta aðra foreldra og börnin njóta þess að vera innan um önnur börn og fullorðna.
Við syngjum fyrir börnin skemmtileg lög og sálma, notum m.a. yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim, vöggum þeim og dönsum og þannig fá þau að upplifa tónlistina á margvíslegan hátt sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.
Krílatónar fara fram á fimmtudögum kl. 10:30-11:15 og stendur yfir í 6 vikur á haustönn, hefst 10. október nk. (annað námskeið mun fara fram á vorönn).
Að tónlistarstund lokinni verður foreldrum boðið að njóta heitrar máltíðar í kirkjunni.
Starfið er gjaldfrjálst.
Ásbjörg Jónsdóttir, tónlistarkennari og Karl Olgeirsson, tónlistarstjóri kirkjunnar leiða stundirnar í sameiningu.
Hægt er að skrá sig með því að þrýsta hér eða á eftirfarandi hlekk: https://forms.gle/xVnkUCpSo6VRtRTF6
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin í tónlistarstarfið í Ástjarnarkirkju.