Faðirvor:
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.
Friðarbæn Franz frá Assisi
Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns.
Að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er.
Fyrirgefningu þangað sem ranglæti er.
Samhug þangað sem sundrung er.
Sannleika þangað sem villa er.
Að ég megi flytja trú þangað sem efi er.
Von þangað sem örvænting er.
Birtu þangað sem myrkur er.
Gleði þangað sem hryggð er.
Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast eftir að hugga en að vera huggaður.
Að skilja fremur en að vera skilinn.
Að elska fremur en að vera elskaður.
Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna.
Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu.
Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs.
Amen.
Æðruleysisbænin
Guð, gef mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig.
Viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
Postullega trúarjátningin:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins/holdsins og eilíft líf.
Amen.