Veislusalur & útleiga
Salurinn í Ástjarnarkirkju er mjög hentugur fyrir veisluhöld, stóra fundi, ráðstefnur, tónleika og önnur mannamót. Eldhús kirkjunnar er ágætt í alla staði og vel tækjum búið.
Verðskrá fyrir leigu á salnum er eftirfarandi:
a) Fyrstu fjórar klukkustundirnar: 60.000.- (lágmarksgjald).
b) Hver klukkustund umfram fjórar klukkustundir: 10.000.-
c) Hægt er að leigja salinn fyrir smærri fundahöld eins og til dæmis húsfundi. Þá er verðið 10.000.- klukkustundin og er lágmarksleigutími tvær klukkustundir.
Öllum útleigum fylgir starfsmanneskja sem hefur umsjón með eldhúsi og öðru sem snýr að salnum. Starfsmanneskja kostar 5.000.- fyrir hverja klukkustund.
Frágangur og þrif á salnum kostar 7.000.- og þarf slíkt að eiga sér stað eftir hvern viðburð.
Til að tryggja salinn þarf leigutaki að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald (óafturkræft) inn á reikning:
0140-26-1243
Kt: 421101-3530
Senda þarf kvittun úr heimabanka á póstfangið inga@astjarnarkirkja.is og hafa dagsetningu salarleigu í skýringu (til dæmis: leiga: 17.09.20).
Nánari upplýsingar um salinn og bókanir á salnum veitir Inga Rut Hlöðversdóttir, kirkjuvörður Ástjarnarkirkju í síma: 869-3089 eða í gegnum póstfangið: inga@astjarnarkirkja.is