Fyrir fermingarbörn vorsins 2026 (börn fædd 2012) 

Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026 er hafin!
Við bjóðum spennandi og uppbyggilega fermingarfræðslu þar sem við ræðum um lífið, trúna, gildin, hvernig við getum verið góð hvert við annað og margt fleira. Kennslan fer fram í Ástjarnarkirkju þar sem við lærum saman, spjöllum og búum til góðar minningar í leiðinni.
Verið hjartanlega velkomin! 