Dagskrá fermingarfræðslu
Hér koma dagsetningar annars vegar fyrir Ástjarnarkirkju (fyrri dagsetning) og hins vegar fyrir Kálfatjarnarkirkju (síðari dagsetning).
Í Ástjarnarkirkju fer fermingarfræðslan fram á þriðjudögum klukkan 16:30 en í Kálfatjarnarkirkju (Vogum) fer fermingarfræðslan fram á fimmtudögum klukkan 17:00.
Eftirfarandi dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar:
5. & 7. september: Við kynnumst hverju öðru og starfinu í kirkjunni.
19. & 21. september: Náungakærleikur. Biblíusaga: Miskunnsami samverjinn.
3. & 5. október: Gullna reglan og góði hirðirinn. „Allt sem þér viljið að annað fólk gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ – Matt 7.12.
17. & 19. október: Kynning á Hjálparstarfi Kirkjunnar og árlegri fjáröflun fermingarbarna fyrir vatnsbrunnum í Afríku.
7. & 9. nóvember: Fjáröflun fermingarbarna fyrir vatnsbrunnum í Afríku. Í lok fjáröflunar hittast fermingarbörn í pizzuveislu í kirkjunni (Ástjarnarkirkja) eða í Frístund (Kálfatjarnarkirkja).
21. & 22. nóvember: Biblíusaga: Týndi sonurinn. Við hlustum á frásögn Magdalenu Sigurðardóttur, hvernig hún missti fótanna í lífinu en náði sér aftur á strik með hjálp trúarinnar.
Aðventu- og jólafrí
16. & 18. janúar: Einelti. Biblíusaga: Jósef og bræður hans.
06. & 08. febrúar: Einelti: Persónuleg frásögn.
20. & 22. febrúar: Altarisgangan, messan & messuklæðin.
5. & 7. mars Próf fyrir fermingarfræðslu. Börn þurfa að kunna góð skil á faðirvor, trúarjátningu og atburðum páska.
Fyrir fermingar:
21. mars (Ástjarnarkirkja): Fermingaræfing og mátun fermingarkyrtla fyrir fermingarbörn sem fermast 24. mars (alger skyldumæting).
24.mars (Ástjarnarkirkja): Ferming í Ástjarnarkirkju klukkan 11:00. Fermingarbörn mæta í kirkju ekki síðar en klukkan 10:15.
4. apríl (Ástjarnarkirkja): Fermingaræfing og mátun fermingarkyrtla fyrir fermingarbörn sem fermast 7. apríl (alger skyldumæting).
7. apríl (Ástjarnarkirkja): Ferming í Ástjarnarkirkju klukkan 11:00. Fermingarbörn mæta í kirkju ekki síðar en klukkan 10:15.
—————————————————————————————————————————————————————————————————-
11. apríl (Kálfatjarnarkirkja): Fermingaræfing og mátun fermingarkyrtla fyrir fermingarbörn sem fermast 14. apríl (alger skyldumæting).
14. apríl (Kálfatjarnarkirkja): Ferming í Kálfatjarnarkirkju klukkan 11:00. Fermingarbörn mæta í þjónustuhús við hliðina á kirkjunni ekki síðar en kl. 10:15.
18. apríl (Kálfatjarnarkirkja): Fermingaræfing og mátun fermingarkyrtla fyrir fermingarbörn sem fermast 21. apríl (alger skyldumæting).
21. apríl (Kálfatjarnarkirkja): Ferming í Kálfatjarnarkirkju klukkan 11:00. Fermingarbörn mæta í þjónustuhús við hliðina á kirkjunni ekki síðar en kl. 10:15.
—————————————————————————————————————————————————————————————————————————–
Á haustönn er áætluð fermingarferð í Vatnaskóg. Dagsetning liggur ekki enn fyrir en upplýsingar verða settar hér inn um leið og þær berast.
Umsjón með fermingarstarfinu hafa prestar Tjarnaprestakalls, sr. Arnór Bjarki (Nói) & sr. Bolli Pétur.
Ef frekari upplýsinga er óskað, vinsamlegast sendið tölvupóst á arnor@astjarnarkirkja.is