Messað er í Ástjarnarkirkju alla sunnudaga klukkan 17:00.
Í helgihaldi Ástjarnarkirkju er leitast við að hafa jákvætt og þægilegt andrúmsloft. Farið er með bænir, sungið, Guðspjall lesið, Biblíusögur sagðar og prédikanir lagðar út frá boðskap Biblíusagna og Guðspjalls.
Við hvetjum öll sem mæta til messu/guðsþjónustu að taka virkan þátt og þá helst með því að taka vel undir í söng, lestri ritningartexta og í bænagjörð. Þau sem vilja taka beinan þátt í helgihaldinu er það hjartanlega velkomið og er þá gott að hafa samband við presta safnaðarins og láta vita af áhuga.
Eftir almennar messur/guðsþjónustur er boðið upp á heitan kvöldmat að kostnaðarlausu. Baukur liggur alla jafna frammi þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum og er viðmiðið; þau gefa sem geta. Það fjármagn sem safnast í baukinn er nýtt til kaupa á inneignarkortum hjá matvöruverslun sem prestar Ástjarnarkirkju geta gefið efnalitlu fólki sem leitar til kirkjunnar eftir aðstoð. Ástjarnarkirkja hefur þannig getað gefið mörg inneignarkort frá matvöruverslun með 10.000 króna inneign á hverju korti til hjálpar þeim sem til kirkjunnar hafa leitað.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Ástjarnarkirkju.