Fermingarstörf næsta vetrar hefjast á sunnudag
Sunnudaginn 28. apríl hefjast fermingarstörf í Tjarnaprestakalli fyrir veturinn 2024-2025. Við bjóðum fermingarbörnum (f. 2011) og aðstandendum til Guðsþjónustu í Ástjarnarkirkju þann dag klukkan 17:00. Þá fáum við í heimsókn krílin í Krílatónum Ásbjargar Jónsdóttur, sem stýrir því starfi í kirkjunni og söngstjórinn okkar, Karl Olgeirsson stýrir kórnum Seim, sem syngur við Guðsþjónustuna. Strax
Aðalsafnaðarfundur 2024 frestað
Aðalsafnaðarfundur 9. apríl 2024.
Guðsþjónusta & kvöldmáltíðarsamfélag 21. janúar klukkan 17:00
Verið hjartanlega velkomin í Guðsþjónustu og kvöldmáltíðarsamfélag í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 21. janúar klukkan 17:00. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti sem vísiterar Ástjarnarsókn mun prédika og kvartett úr Cantoque Ensemble leiðir söng við undirspil Karls Olgeirssonar, tónlistarstjóra Ástjarnarkirkju. Verið hjartanlega velkomin.
Raddprufur fyrir nýjan kór í Ástjarnarkirkju
SEIMUR - nýr kór boðar í raddprufur! Karl Olgeirsson tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju boðar til raddprufu fyrir glænýjan kór sem verður starfræktur frá Ástjarnarkirkju! Æfingar verða í kirkjunni á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00. Sungið verður í messum klukkan 17:00 á sunnudögum og efnt verður til tónleika og annarra skemmtilegra verkefna. Við leitum af söngelsku fólki sem getur
Kríla- og Krakkatónar hefjast aftur eftir sumarfrí.
Skráning fyrir vorönn 2024 (english below). Skráningarform opnast með því að þrýsta hér. Öll söngelsk og músíkölsk börn ásamt foreldrum eru hjartanlega velkomin í tónlistarstarfið í Ástjarnarkirkju. Veturinn 2023-2024 verður boðið upp á tónlistarstundir fyrir börn í kirkjunni, Krílatóna og Krakkatóna og er starfið gjaldfrjálst. Æfingar hefjast aftur 17. janúarog verða vikulega á eftirfarandi
Jólaball í Ástjarnarkirkju, þriðja sunnudag í aðventu.
Jólaball verður í Ástjarnarkirkju, þriðja sunnudag í aðventu – 17. desember, klukkan 17:00. það verður þrumustuð, dansað verður í kringum jólatréð og Skyrgámur mætir í heimsókn og gefur öllum börnum eitthvað sætt og gott. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin, sérstaklega börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.







