Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin með prjóna eða aðra handavinnu. Á staðnum
verður garn fyrir þau sem vilja taka þátt í verkefninu „Prjónað til góðs“, þar sem hlýr
fatnaður verður unninn og gefinn þeim sem á þurfa að halda.
„Prjónað til góðs“ er verkefni sem unnið er af kærleika, þar sem hver lykkja felur í sér
hlýju, samstöðu og von. Sannur kærleikur í verki, þar sem við prjónum saman í
umhyggju fyrir samfélaginu.
Verið hjartanlega velkomin að leggja þessu verkefni lið og prjóna hlýju inn í líf
annarra.
Handavinnukvöldin eru annan hvern þriðjudag og auglýst á facebook-síðu
Ástjarnakirkju.
Fyrir frekari upplýsingar, ekki hika við að senda tölvupóst á Evu Lín Traustadóttur,
djákna Ástjarnarkirkju, á póstfangið eva@astjarnarkirkja.is .


