Árleg vorhátíð sunnudagaskóla kirkjunnar verður haldin 11. maí .
Hún hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem barnakór kirkjunnar syngur. Mikið verður sungið og svo verður góð fræðsla.
Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og hoppukastala auk góðs samfélags.
Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna.