„Viltu verða heill?“ – Spurði Jesús Kristur sjúka manninn er þeir mættust við græðingarlaugina í Batesda.

Að bragði svaraði sá sjúki: „Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina þegar vatnið hrærist og meðan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér.“ – Sá sjúki var einn, hann hafði engan sér við hlið til að líta eftir sér.

Umræðuefni næsta sunnudags, sem er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna, sækir innblástur í þessa frásögn úr 5. kafla Jóhannesarguðspjalls.

Guðsþjónustan hefst klukkan 17:00 og við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til okkar í gott og græðandi samfélag!

Sýna minna