Unglingagospelkór Ástjarnarkirkju æfir á mánudögum kl. 16:00 – 17:00

Hugmyndin er sprottin af því að Áslaug Helga stjórnandi kórsins sá um tónlist á fermingarnámskeiðum nú á haustdögum.  Fermingarhópurinn var einstaklega duglegur að taka undir í söng og hafði gaman að.

Stofnun unglingakórs er því ný viðbót við safnaðarstarf Ástjarnarkirkju.  Unglingakórinn er ætlaður fyrir 12 – 18 ára aldur og mun koma fram við ýmis tækifæri og er markmið að flytja létta og skemmtilega gospeltónlist.

Kóræfingin skiptist í stutta upphitun og raddþjálfun og hins vegar söngur í röddum.  Þetta er frábært tækifæri og kostar ekki neitt. Það er um að gera fyrir söngglaða og áhugasama unglinga að koma og prófa að vera með.

Skráning fer fram hér !

Hlakka til að sjá sem flesta :)

kv. Áslaug Helga

áslaug2