Tónlistarstefna Ástjarnarkirkju

Tónlistarstefna Ástjarnarkirkju er rammi utan um tónlistarstarfið sem sóknarprestur, prestur og starfsmenn tónlistar fylla síðan upp í með sínum áherslum og birtast í starfsáætlunum hvers starfsárs.

Tónlistarstíll Ástjarnarkirkju er blanda af sálmasöng, léttri tónlist og gospel tónlist.  Val á tónlist fyrir athafnir og viðburði er blanda af þessum tónlistarstílnum en grunnurinn er sálmasöngur.

Tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju stýrir tónlistarstarfi kirkjunnar og leggur fram sínar áherslur í starfs- og fjárhagsáætlunum hvers árs og tekur þátt í mótun tónlistarstarfs kirkjunnar.
Tónlistarstjóri hefur kirkjutónlistarmenntun samkvæmt starfsreglum Þjóðkirkjunnar Skilyrði fyrir ráðningu í starf organista er próf í kirkjutónlist frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærileg próf í kirkjutónlist“
Sóknarnefnd er heimilt að ráða Tónlistarstjóra sem hafi starfsskyldur hjá Kálfatjarnarsókn ef starf Tónlistarstjórans rúmar þá viðbót.  Starfshlutfall verði skipt í  70% Ástjarnarsókn og 30% Kálfatjarnarsókn.

Tónlistarflutningur Ástjarnarkirkju er tónlistarflutningur Tónlistarstjóra sóknarinnar sem fær með sér tónlistarfólk til flutnings tónlistar í athöfnum, viðburðum og starfi kirkjunnar.
Tónlistarstjóri stjórnar kór Ástjarnarkirkju, starfar með barnakórsstjóra og raddþjálfara að tónlistarflutningi í kirkjunni.

Kór Ástjarnarkirkju starfar undir stjórn Tónlistarstjóra sem velur söngfólk í kórinn, setur saman, efnisskrá, stjórnar æfingum og stýrir söng kórsins.
Kór Ástjarnarkirkju er kór sjálfboðaliða og er ekki greitt fyrir kórsöng eða æfingar.
Tónlistarstjóri leggur fram fjárhagsáætlun kórsins fyrir annan kostnað.

Barnakór Ástjarnarkirkju starfar undir stjórn barnakórstjóra sem velur söngfólk í kórinn, setur saman efnisskrá, stjórnar æfingum og stýrir söng kórsins.
Barnakór Ástjarnarkirkju fær fjármagn til reksturs í formi greiðslna æfingagjalda kórfélaga sem geta notað til þess frístundastyrki Hafnarfjarðarbæjar.
Barnakórstjóri setur kórnum markmið með áherslur á kristilegt uppeldi.  Kórfélagar fái góða söngþjálfun, raddþjálfun og dagskrá til að efla samkennd og kórstarf.
Barnakórstjóri leggur fram starfs- og fjárhags áætlunum hvers árs og tekur þátt í mótun tónlistarstarfs kirkjunnar.  Barnakórstjóri og Tónlistarstjóri vinna saman að eflingu tónlistarstarfs í kirkjunni.

Raddþjálfun, raddþjálfun kórs Ástjarnarkirkju og Barnakórs verði markviss og byggð á flutningi kirkjulegrar tónlistar. Raddþjálfun verði á sérstökum æfingum og stjórnað af raddþjálfara eða stjórnendum kóra kirkjunnar.

Tónleikar / tónlistarmessur   Ástjarnarkirkja leggur áherslu á að haldið verði í gamlar hefðir að halda þema messur einu sinni til tvisvar á ári undir stjórn Tónlistarstjóra
þar sem söngfólk kirkjunnar verði í forgrunni og til aðstoðar komi tónlistarfólk eftir umfangi viðburða.

Hljóðfæri kirkjunnar er í grunnin rafmagns píanó eða píanó/orgel og önnur hljóðfæri eru notuð eftir því sem Tónlistarstjóri telur hæfa athöfnum eða viðburðum.

Tónleikar og viðburðir Stefnt verði að kynningu á Ástjarnarkirkju sem tónlistarhúsi undir stjórn Tónlistarstjóra, fá tónlistarfólk til að halda tónleika í samstarfi við Ástjarnarkirkju.
Að húsið verði menningarhús hverfisins og kannað verði að fá tónlistarfólk úr hverfinu til samstarfs.

Tónlistarstefnan tekur að öðru leiti mið af reglum og stefnu Þjóðkirkjunnar í tónlistarmálum.