Kór Ástjarnarkirkju
Æfir á miðvikudagskvöldum frá kl. 19.00 – 21.00. Við tökum á móti nýju fólki í allar raddir. Fyrsta æfing haustsins er miðvikudagskvöldið 5. september og fáum við þá góðan gest, hana Önnu Siggu Helgadóttur söngkonu og sér hún um raddþjálfun í byrjun vetrar. Vetrardagskrá kórsins er mjög fjölbreytt, hefðbundin kirkjutónlist, gospel ofl.
Barnakór Ástjarnarkirkju
Æfir á fimmtudögum kl. 14.00. Öll börn 8 ára og eldri eru velkomin í kórinn. Hefst kórastarfið fimmtudaginn 13. september.
Krílasálmanámskeið
Hefst í Ástjarnarkirkju þann 4. Oktober. Það verður á fimmtudögum kl. 12.00-12.45. Krílasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári (3-12 mán.) og er einu sinni í viku í 45 mínútur í senn í samtals sex vikur. Kennarar á námskeiðinu eru Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Áslaug Helga Hálfdánardóttir.
Allar nánair upplýsingar veitir Helga Þórdís: helga@astjarnarkirkja.is / 8683110