Tjarnaprestakall – Organisti

Tjarnaprestakall auglýsir eftir organista til starfa við söfnuði prestakallsins, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Starfshlutfall er 100%

Ráðning organista er hluti af tilraunarverkefni um kirkjutónlist innan safnaðanna og er ráðningatíminn til 30.júní 2020.

Leitað er eftir einstaklingi með Kantorspróf eða sambærilega kirkjutónlistarmenntun og reynslu af kirkjulegu starfi. Einstaklingurinn þarf að búa yfir skipulagshæfni og vilja til að vinna að þróunarverkefni um kirkjutónlist innan prestakallsins og að vera virkur í daglegu starfi safnaðanna. Æskilegt er að umsækjandi gæti hafið störf ekki síðar en 1. ágúst 2019.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO (Félags íslenskra organista).

Umsóknum ásamt afritum prófskírteina og ferilskráa skal skila ekki síðar en 5.júlí 2019. Frekari upplýsingar um starfið veita Kjartan Jónsson, sóknarprestur (kjartan.jonsson@kirkjan.is) og Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur (arnor@astjarnarkirkja.is).

Umsóknir sendist á póstfangið: kjartan.jonsson@kirkjan.is