Tímamót urðu í sögu Ástjarnarsóknar í dag, fimmtudaginn 5. febrúar, þegar Geir Jónsson formaður sóknarnefndar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, undirrituðu samning um hönnun safnaðarheimlis. Viðstaddir voru fulltrúar byggingarnefndar, sóknarprestur og Björn Guðbrandsson hönnuður vinningstillögu hönnunarsamkeppni kirkjunnar.

Á myndinni handsala Geir formaður og Björn hönnuður samninginn með Þorvarð framkvæmdastjóra á milli sín.

Stefnt verður að því að í lok febrúarmánaðar liggi fyrir hvaða fyrirtæki taki að sér verkfræðihönnun safnaðarheimilisins og að í byrjun mars geti hönnun hafist af fullum krafti.