Þýsk-íslensk guðsþjónusta verður í kirkjunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11:00. Ath. engin messa verður á sunnudeginum 16. júní.
Hópur 10 þýskra ungmenna er í vikulangri heimsókn hjá Kjalarnessprófastsdæmi. Jafn stór hópur íslenskra unglinga, flestir úr Ástjarnarsókn, heimsótti þýsku unglingana í kyrru viku í vor.
Þessi hópur ungmenna munu leiða guðsþjónustuna ásamt prestunum Arnóri Bjarka Blomsterberg og Stefáni Má Gunnlaugssyni.