Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11:00
Sérstakur gestur í guðsþjónustunni verður Áslaug Helga Hákonardóttir söngkona en hún hefur samið sjö lög á nýútkomnum diski Lindakirkju. Hægt verður að skoða hann og kaupa á eftir messu. Hún mun leiða sönginn ásamt eiginmanni sínum Matthíasi V. Baldurssyni tónlistarstjóra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Í sunnudagaskólanum, sem verður á sama tíma, verður rautt þema. Allir komi í rauðri flík eða hafi eitthvað rautt með sér. Þetta er gert til að minna á að nú á að hefja undirbúning fyrir „Jól í skókassa“. Bryndís annast fræðslu og leiðir söng.
Hressing og gott samfélag á eftir.