Sunnudagaskólinn hefur alla kirkjuna til umráða kl. 11:00 á sunnudaginn 21. september.
Gospelguðsþjónusta um kvöldið kl. 20:00.
Ole Lilleheim framkvæmdastjóri Open Doors í Noregi mun prédika. Hann er sérfræðingur í málefnum ofsóttra kristinna kirkna og manna í heiminum. Hann er mjög áheyrilegur prédikari og hefur frá mörgu að segja.
Kór kirkjunnar mun syngja gospellög við undirleik húsbandsins og undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.