Sundlaug

Næstkomandi sunnudag, 5.október, færist sunnudagaskólinn yfir í húsakynni Ásvallalaugar. Við hlökkum til að hitta ykkur á þessum frábæra stað. En munið að allir gestir yngri en 10 ára verða að koma með umsjónarmönnum skv. reglum sundlaugarinnar þar um. Stundin hefst klukkan 11:00 og hvetjum við ykkur til að mæta tímanlega og vera tilbúin í lauginni þegar fjörið byrjar. Mikið verður sungið!