Sumarkirkjan 2020 er samstarfsverkefni Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Hafnarfjaðarkirkju, Vídalínskirkju og Víðistaðakirkju.

Í stað guðsþjónustu í hverri kirkju fyrir sig, ætla ofantaldar kirkjur að bjóða upp á sameiginlegt helgihald alla sunnudaga klukkan 11:00 í Garðakirkju á Garðaholti. Skipta söfnuðirnir með sér sunnudögum og ættu því allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi í Sumarkirkjunni. Nánari upplýsingar og dagskrá Sumarkirkjunnar má finna á Fasbókarsíðu samstarfsins.

Verið öll hjartanlega velkomin í líflegt og fjölbreytt helgihald með vinalegu kaffisamfélagi eftir hverja guðsþjónustu.