Leitað er að fjölhæfum tónlistarmanni  til þess að verða tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði í fullu starfi.

Ástjarnarsókn nær yfir  Áslands, Ása og Vallahverfi og er íbúafjöldi þeirra um 7000 manns.
Helgihald fer fram í kapellu safnaðarins á framtíðar kirkjulóð að Kirkjuvöllum 1.

Leitað er að einstaklingi með reynslu af kirkjustarfi, frumkvæði og hugsjón fyrir nýsköpun helgihalds auk hefðbundinnar kirkjutónlistar.

Starfsskyldur eru m.a.:

  • tónlistarflutningur við vikulegt helgihald
  • æfing og efling kirkjukórs og barnakórs
  • stuðningur við barna- og æskulýðsstarf

Tónlistarstjórinn starfar náið með sóknarpresti að mótun helgihalds og safnaðarstarfs komandi ára með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf.

Nánari upplýsingar veita séra Kjartan Jónsson sóknarprestur, kjartan.jonsson@kirkjan.is og Geir Jónsson formaður sóknarnefndar geirj@ms.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til Ástjarnarkirkju, Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfirði,
Merkt “Tónlistastjóri Ástjarnarkirkju” fyrir 1. apríl n.k.