Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg nýr prestur í Tjarnaprestakalli (Ástjarnarkirkja og Kálfatjarnarkirkja) verður settur formlega í embætti prests í prestakallinu 11. nóvember kl. 11:00.
Messan verður í Kálfatjarnarkirkju en síðan verður veislukaffi á eftir.

Það er mikið fagnaðarefni og langþráður draumur að fá viðbótarprest í þetta fjölmenna prestakall. Öll sóknarbörn Ástjarnarsóknar og Kálfatjarnarsóknar eru hvött til að fjölmenna.

Sr. Arnór hefur verið æskulýðsfulltrúi í prestakallinu síðast liðin tvö ár og mun áfram hafa yfirumsjón með barna- og æskulýðsstarfi safnaðanna.