Dagskrá Kirkjuprakkaranna er fáanleg í kirkjunni og starfið opið öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1-4 bekk)
Það er mjög ánægjulegt að 6-9 ára hópurinn hefur farið stækkandi. Við fylgjum fyrirfram ákveðinni dagskrá sem er að hluta til sköpuð af hópnum.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir ofan í fyrri hellinum, slökktum við á vasaljósunum. Í algeru niðamyrkri fórum við saman með orð Jesú: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Í seinni hellinum sungum við og fengum við okkur hressingu, kleinur og svala. Þetta var sannkölluð ævintýraferð í iður jarðar.
Í október var búningadagur og búið til söngvídeó sem hefur verið sett á youtube.com.