Hvern þriðja sunnudag í hverjum mánuði er kvöldguðsþjónusta þar sem áhersla er lögð annars vegar á söng og hins vegar á að einhver segi trúarsögu sína í stað hefðbundinnar prédikunar. Að þessu sinni mun Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar segja sína sögu.
Kór kirkjunnar syngur við undirleik hljómsveitar hússins og sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina.