Skráning er hafin í barnakór Ástjarnarkirkju fyrir veturinn 2019-2020.
Æfingar verða í Ástjarnarkirkju á miðvikudögum klukkan 14:45 – 15:40. Æfingar hefjast miðvikudaginn 4.september.
Stefnt er á að hafa starfið lifandi og skemmtilegt meðal annars með leikjum, söng, óvissuferð og náttfatapartý!
Kórstjóri er Helga Loftsdóttir.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóstfangið: barnakor@astjarnarkirkja.is
Verið hjartanlega velkomin!