Búið er að opna fyrir skráningu fermingarbarna fyrir árið 2021. Hægt er að komast í skráningaformið með því að þrýsta á hér.
Starfsfólk Tjarnaprestakalls hvetur öll börn sem eru fædd á árinu 2007 til að skrá sig í skemmtilegt og líflegt fermingarstarf sem hefst með sumarnámskeiði 17. ágúst – 20. ágúst næstkomandi.
Dagskrá næsta vetrar er spennandi. Lögð verður áhersla á náungakærleika, vináttu, samkennd, auðmýkt, líkamsvirðingu (e. body positivity), almenna sjálfsstyrkingu og kristindóminn, svo fátt eitt sé nefnt. Við fræðumst um dæmisögur Jesú úr Guðspjöllunum og hvernig við getum nýtt boðskap Jesú Krists í okkar persónulega lífi.
Fastir liðir fermingarfræðslunnar eru meðal annars:
- Árlegt sumarnámskeið í ágúst.
- Fermingarferð í Vatnaskóg (gist í eina nótt).
- Árleg söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem endar með pizzuveislu (nóvember).
- Aðventustund með piparkökum og heitu súkkulaði (síðasti fermingarfræðslutími fyrir jól).
- Aðstoð við jólaball Ástjarnarkirkju (20. desember).
- Samverukvöld fermingarbarna og foreldra í kirkjunni sem endar með mini-fermingarveislu.
Auk þessa bröllum við ýmislegt í fermingarfræðslutímum og fáum til okkar ýmsa góða gesti sem hafa mikið og gott fram að færa.
Fermingarfræðslan fer að jafnaði fram fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar klukkan 16:30, nema annað sé tekið fram með góðum fyrirvara.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda tölvupóst á Nóa prest (Sr. Arnór) í póstfangið arnor@astjarnarkirkja.is