Sunnudagurinn  31. október er siðbótardagurinn. Þann dag árið 1517  mótmælti Marteinn Lúther spillingu innan kaþólsku kirkjunnar með því að negla skjal með mótmælum sínum í 95 liðum á hallarkirkjuna í Wittemberg í Þýskalandi.

Í guðsþjónustunni verður íhugað hvaða áhrif þetta hefur haft á kristnina og menningu Vesturlanda.

Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlistina og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna.