Tónlistarsmiðjur
Tónlistarsmiðjur eru í Ástjarnarkirkju á fimmtudagskvöldum frá klukkan 19:30. Tónlistarsmiðjur eru opnar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum, frá fermingaraldri og uppúr.
Í tónlistarsmiðjum er unnið með nýtt þema á hverju kvöldi þar sem búin eru til lög og textar upp úr hverju þema fyrir sig. Frábærar stundir í umsjá Svövu Rúnar Steingrímsdóttur og hennar hundtrygga aðstoðarmanns, sr. Nóa.
Fjölbreytt hljóðfæri eru á staðnum en hver sem sækir starfið má að sjálfsögðu mæta með sitt eigið hljóðfæri.
Ef frekari upplýsinga er óskað, vinsamlegast sendið tölvupóst á arnor@astjarnarkirkja.is