Kyrðarstundir í hádegi
Kyrrðarstundir í hádegi eru á þriðjudögum í Ástjarnarkirkju klukkan 12:15.
Kyrrðarstundirnar eru um 30-40 mínútur að lengd og byggjast upp á ritningarlestri í upphafi, slökun á dýnu við róandi tónlist, bæn og svo kaffibolla og spjalli í lokin. Umsjón með kyrrðarstundum hefur sr. Arnór Bjarki (Nói).
Ef frekari upplýsinga er óskað, vinsamlegast sendið tölvupóst á arnor@astjarnarkirkja.is