Stór var dagur í sögu Ástjarnarkirkju miðvikudaginn 21. október þegar sóknarnefndin samþykkti einróma að taka tilboði S. Þ. verktaka í byggingu safnaðarheimilis kirkjunnar. Þetta er stórt skref til framtíðar og mun skapa starfi safnaðarins verðuga umgjörð.

Byggingarframkvæmdirnar hefjast fljótlega. Fyrsta skóflustunga verður tekin við hátíðlega athöfn eftir guðsþjónustu 15. nóvember.