Flutt verða klassísk rokklög flest með íslenskum lofgjörðatextum eftir þá sr.Guðmund Karl Brynjarsson og sr.Gunnar Sigurjónsson sem hljómsveitir eins og Led zeppelin, Kiss, U2, Janis Joplin og AC/DC hafa gert fræg. Sérstakir gestir verða söngvararnir Páll Rósinkranz og Áslaug Helga Hálfdánardóttir.

Kór Ástjarnarkirkju syngur með undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra kirkjunnar.

Einsöngvarar úr kór Ástjarnarkirkju eru Áslaug Fjóla Magnúsdóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir.
Hljómsveitina skipa:
Friðrik Karlsson – gítar
Friðþjófur Ísfeld – bassi
Matthías V. Baldursson – hljómborð
Bjartur Elí Friðþjófsson – gítar
Þorbergur Ólafsson – trommur

Hljóðmaður er Þröstur Jóhannsson

sr.KjartanJónsson leiðir stundina og að sjálfsögðu er frítt inn og allir velkomnir :)