SEIMUR – nýr kór boðar í raddprufur!
Karl Olgeirsson tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju boðar til raddprufu fyrir glænýjan kór sem verður starfræktur frá Ástjarnarkirkju! Æfingar verða í kirkjunni á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00. Sungið verður í messum klukkan 17:00 á sunnudögum og efnt verður til tónleika og annarra skemmtilegra verkefna.
Við leitum af söngelsku fólki sem getur fylgt nótum og finnst gaman að syngja í kór. Radd- og söngprufur verða í Ástjarnarkirkju þriðjudagana 23. janúar & 30. janúar frá klukkan 20:00.
Ef þið hafið frekari fyrirspurnir, ekki hika við að senda Kalla póst á póstfangið karl@astjarnarkirkja.is
Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!