Mæðist þú í mörgu? Hverju þá? Er streitan að draga athygli þína frá fegurð lífs?
Sunnudaginn 17. september kl. 17:00 í Ástjarnarkirkju veltum við vöngum yfir þessu út frá texta í Lúkasarguðspjalli 10. kafla vers 38-42, hvar Jesús fer í heimsókn til systrana Maríu og Mörtu. Lærdómsrík heimsókn.
Heit kvöldmáltíð verður borin á borð að guðsþjónustu lokinni.
Verið öll hjartanlega velkomin!