Kríla- og krakkatónar mæta í helgihaldið í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 19. nóvember og ætla að eiga skemmtilega stund saman, ásamt foreldrum, systkinum, ömmum, öfum, vinum og öllu fólki!

Verum glöð saman í kirkjunni og ekki síður í kærleiksríku kvöldmáltíðarsamfélagi að guðsþjónustu lokinni.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin!