Fyrsta Guðsþjónusta vetrarins eftir Sumarkirkjuna góðu verður núna á sunnudaginn, 3. september klukkan 17:00.

Venju samkvæmt bjóðum við fermingarbörn og aðstandendur fermingarbarna sérstaklega velkomin í þessa fyrstu Guðsþjónustu – og minnum um leið á stuttan fund presta, aðstandenda og fermingarbarna strax að lokinni guðsþjónustu.

Heitur kvöldmatur verður að sjálfsögðu í boði – eins og venjan er kirkjunni okkar yfir vetrarmánuðina.

Verið öll hjartanlega velkomin í hressandi og gott samfélag í Ástjarnarkirkju ????