Næstkomandi sunnudag, 15. september 2019 verður messa í Ástjarnarkirkju, klukkan 17:00 síðdegis. Venju samkvæmt býður Ástjarnarkirkja kirkjugestum uppá heitan kvöldverð að messu lokinni. Að þessu sinni verður boðið uppá kubbasteik, á gamla mátann!

Í messunni ætlar Sr. Bolli að segja söguna um syndaflóðið, Nóa, örkina og allt það hafarí sem svo í kjölfarið fylgdi.

Organisti: Kári Allansson, Kirkjuvörður: Inga Rut Hlöðversdóttir.

Verið ávallt og ævinlega velkomin!

Ath: Heitur kvöldmatur að messu lokinni er kirkjugestum að kostnaðarlausu. Frammi mun liggja box þar sem tekið verður við frjálsum framlögum, ef fólk hefur tækifæri til. Framlög sem renna í líknarsjóð Ástjarnarkirkju. Líknarsjóður Ástjarnarkirkju er síðan nýttur til mataraðstoðar þar sem þörfin er sárust á meðal sóknarbarna Ástjarnarsóknar.