Opinn fyrirlestur verður haldinn í Ástjarnarkirkju fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar fjallar í erindi sínu um stafrænar áskoranir og ofbeldi og mikilvægi þess að foreldrahópar og nærsamfélag standi saman og hjálpist að við að styðja og vernda börnin okkar öll. Fyrirspurnir og umræður að erindi loknu. Kaffi og konfekt í boði. Verið öll hjartanlega velkomin!