OLYMPUS DIGITAL CAMERAÍ messunni sunnudaginn 13. október verður nýr orgelgervill vígður. Þetta verður sennilega í fyrsta sinn sem orgeltónar hljóma í guðsþjónustu í Ástjarnarsöfnuði þótt hann sé orðinn 12 ára gamall. Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri leikur á hljóðfærið og kór Ástjarnarkirkju syngur. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma og þar verður fjallað um þemað að hjálpa öðrum undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur.

Kirkjuhressing verður í lokin og gott samfélag þar sem okkur gefst kostur á að kynnast nýju fólki.