Kári Allansson, organisti hefur verið ráðinn til starfa sem organisti við Tjarnaprestakall. Tjarnaprestakall samanstendur af tveimur sóknum: Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Frá áramótum hefur Kári leyst af í stöðu organista við Kálfatjarnarsókn og býður Ástjarnarkirkja hann hjartanlega velkominn í hóp starfsmanna prestakallsins. Kári hefur góða menntun og mikla reynslu á sviði kirkjutónlistar og væntum við mikils af honum í góðu samstarfi og samvinnu. Vertu hjartanlega velkominn Kári!