Guðsþjónusta 12. maí klukkan 17:00
Guðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju á sunnudaginn klukkan 17;00. Seimur syngur undir stjórn Karls Olgeirssonar. Sr. Nói flytur prédikun og leiðir stundina og Inga Kirkjuvörður býður svo upp á kaffi og nóg af konfekti! Verið hjartanlega velkomin í Ástjarnarkirkju!
Laust starf tónlistarsstjóra
Ástjarnarkirkja auglýsir starf tónlistarstjóra.
Aðalsafnaðarfundur 7. maí 2024
Aðalsafnaðarfundur Ástjarnarsóknar Þriðjudaginn 7. maí 20224 klukkan 17:30, Ástjarnarkirkju Kirkjuvöllum 1. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Allt safnaðarfólk er velkomið.
Fermingarstörf næsta vetrar hefjast á sunnudag
Sunnudaginn 28. apríl hefjast fermingarstörf í Tjarnaprestakalli fyrir veturinn 2024-2025. Við bjóðum fermingarbörnum (f. 2011) og aðstandendum til Guðsþjónustu í Ástjarnarkirkju þann dag klukkan 17:00. Þá fáum við í heimsókn krílin í Krílatónum Ásbjargar Jónsdóttur, sem stýrir því starfi í kirkjunni og söngstjórinn okkar, Karl Olgeirsson stýrir kórnum Seim, sem syngur við Guðsþjónustuna. Strax
Aðalsafnaðarfundur 2024 frestað
Aðalsafnaðarfundur 9. apríl 2024.
Guðsþjónusta & kvöldmáltíðarsamfélag 21. janúar klukkan 17:00
Verið hjartanlega velkomin í Guðsþjónustu og kvöldmáltíðarsamfélag í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 21. janúar klukkan 17:00. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti sem vísiterar Ástjarnarsókn mun prédika og kvartett úr Cantoque Ensemble leiðir söng við undirspil Karls Olgeirssonar, tónlistarstjóra Ástjarnarkirkju. Verið hjartanlega velkomin.