hatidvonar-logo

Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður sem fjallar um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar verður haldið í Ástjarnarkirkju þrjú miðvikudagskvöld, 5, 12., og 19. júní kl. 20-21:30.

Þátttaka er ókeypis. Námskeiðið kemur frá samtökum hins heimskunna prédikara Billys Grahams og hefur verið kennt víða um heim við góðan orðstír.

Safnaðarfólk er hvatt til að nýta sér þetta góða tækifæri.