Næstkomandi sunnudagur er fyrsti sunnudagur í föstu.  Kór kirkjunnar mun flytja fallega tónlist í tilefni dagsins við stjórn og undirleik Helgu Þórdísar.  Sr. Ragnar Gunnarsson stýrir stundinni.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma undir dyggri stjórn þeirra Fríðu og Bryndísar, þemað á sunnudag er „prinsar og prinsessur“ :)

Allir eru hjartanlega velkomnir, kaffi og „með því“ í boði á eftir.

Texta dagsins má sjá hér.