Messa verður sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.
Barn verður borið til skírnar og félagar úr hljómsveitinni Tilviljun? taka lagið.
Kór Ástjanarkirkju syngur undir stjórn Friðriks Karlssonar gítarleikara. Þorbergur Ólafsson leikur á slagverk.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson, meðhjálpari Sigurður Þórisson.
Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur.
Hressing og samfélag á eftir.