Tíminn fram að hvítasunnu er kallaður gleðidagar. Þá eigum við að íhuga allt sem páskarnir færa okkur og einblína á það sem getur glatt okkur.
Messa verður kl. 11:00 eins og venjulega.
Keith Reed stjórnar tónlistinni. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson.
Sunnudagaskóli er á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.
Hressing og samfélag á eftir.