Messa og sunnudagaskóli verða sunnudaginn 5. maí kl. 11:00

Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson sem mun m.a. fjalla um gleðidagana í prédikun sinni.
Hressing og samfélag á eftir.

Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar guðfræðinema. Þetta verður síðasta samvera sunnudagskólans en eftir viku, sunnudaginn 12. maí verður uppskeruhátíð barnastarfsins en þá verður fjölskylduguðsþjónusta, grill og ýmislegt gert til skemmtunar.