Með guðsþjónustunni 25. maí kl. 11:00 lýkur eldriborgarastarfi Ástjarnarkirkju formlega. Þeir munu  taka virkan þátt í messunni með
því að lesa ritningarlestra og leiða söng ásamt félögum úr kór Ástjarnarkirkju. Matthías V. Baldursson leiðir tónlistina.  Viktor Ísak Kristjónsson verður fermdur. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson.

Hressing og samfélag á eftir messu.

Eldriborgarar mun halda áfram að fara saman í gönguferðir á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10:30.